Almennar upplýsingar

Glæsilegt og mjög vel búið einbýslishús í Palmetto til leigu í lengri eða skemmri tíma. Húsið var byggt árið 2006  og er mjög vel búið húsgögnum að íslenskum kröfum. Það er um 220 m2,  3 svefnherbergi öll með hjónarúmum, 2 baðherbergi, stofa, borðstofa, eldhús og tvöfaldur bílskúr. Á bakhlið húsins, sem snýr að vatni,  er um 100 m2 sólpallur yfirbyggður með neti. Á honum er heitur pottur með loft- og nuddstútum. Einnig er um 20 m2 steyptur opinn pallur þar sem gott er að liggja í sólbaði.

Húsið er búið öllum nauðsynlegum húsbúnaði s.s. sjónvarpi í öllum herbergjum, eldavél, ofni, stórum ísskáp með fr ysti, uppþvottavél, örbylgjuofni, þvottavél og þurrkara.  Allt lín fylgir.  Í húsinu er loftræstikerfi og viftur í öllum herbergjum. Þráðlaust internet er í  húsinu og frí símtöl innan USA, Kanada og Kosta Ríka. Einnig er íslenskur IP sími og frítt að hringja í landlínur á Íslandi.

Svæðið sem húsið stendur á heitir Crystal Lakes.  Svæðið er afgirt og keyrt er í gengum hlið inná það en engin gæsla er við hliðið. Á svæðinu eru 199 hús og íbúarnir eru nær eingöngu innfæddir sem hafa þarna aðsetur allt árið.