Frágangur á húsnæði
Frágangur í húsinu við brottför:
Miðað er við að húsið sé yfirgefið kl 11:00 á brottfarardegi. Hugsanlega eru nýir gestir að koma kl 17:00 sama dag og það tekur 4 til 5 klukkustundir að gera húsið tilbúið fyrir komu þeirra.
Sjáið til þess að ekkert verði eftir í skápum eða ísskáp sem ekki þolir langa geymslu.
Vinsamlega setjið útihúsgögnin og grillið í skjól.
Vinsamlega hreinsið grillið og munið að hafa skrúfað fyrir gaskútinn.
Skiljið heita pottinn eftir á hitastigi um 97 til 98 gráður F. Skrúfið gjarnan fyrir helstu stúta. Ef við höfum beðið ykkur um að tæma vatnið úr honum þá þarf fyrst að slá út rofanum sem er í boxi utan á veggnum við hurðina inná sólpallinn. Potturinn er tæmdur með því að opna krana á slöngu sem sést í NA horninu á pottinum við gólf. Tæmingin tekur nokkrar klukkustundir.
Munið að skilja alla lykla og fjarstýringuna af bílskúrshurðinn eftir á snögunu á lyklabrettinu í þvottahúsinu.
Setjið íslensku fánana inn ef ekki er von á gestum.
Vinsamlega setjið allt notað og óhreint lín af rúmum, notuð handkæði og slíkt í þvottavélina fyrir brottför og setjið hana í gang.
Lokið öllum hurðum og gluggum og stillið hitastillinn á Auto, Cool og 82 gráður F.
Hafið allar vifturnar í gangi á medium hraða.
Læsið húsinu með lykinum í lyklaboxinu og komið lyklum þar fyrir aftur.
Vinsamlega látið okkur vita strax ef eitthvað þarf að lagfæra eða gera í húsinu
Ef nauðsyn krefur á meðan á dvöl ykkar stendur þá vinsamlega hafið samband við Jóhann í síma 822 0355 eða jpa@internet.is
VIÐ VONUM AÐ ÞIÐ HAFIÐ ÁTT ÁNÆGJULEGA DVÖL Í HÚSINU OKKAR OG VELKOMIN AFTUR