Golfvellir

Tveir frábærir golfvellir með góðri æfingaraðstöðu eru örstutt frá húsinu. Imperial Lakewoods  er í 2 mílna fjarlægð til hægri á Buffalo Road þegar komið er út um hliðið að svæðinu  og ef beygt er til vinstri þá er Buffalo Creek í 3 mílna fjarlægð.  Flatargjald á þessa velli er um 20-30 USD frá apríl og fram í desember, en heldur dýrara eftir áramót.

Síðan eru margir vellir í nágreninu. T.d við Exit 220 út af I-75, en þar er beygt til vinstri á State Road 64 East.  Stoneybrook,  at Heritage Habour, er á vinstri hönd um 1/2 mílu frá gatnamótunum,  Links , at Greenfield Plantation, er til vinstri ca 2-3 mílur og ef beygt er til vinstri (North) við hornið á Links á götu sem heitur Upper Manatee River Road þá er völlur sem heitir Waterlefe ca 2-3 mílur þar upp, á vinstri hönd.  Stoneybrook og Links eru á mjög góðum verðum en Waterlefe nokkuð dýrari. Á þessa velli er ca 12 – 15 mín akstur frá Crystal Lakes

Á Exit 217 eru svo  3-4 vellir , ca 15-18 mín akstur og enn neðar fleiri.

Við bendum einnig á Palm View Hills sem er  ódýr og góður fyrir þá sem styttra eru komnir í golfi eða bara til að labba léttan æfingarhring. Hann er frekar stuttur eða ca 4.000 jardar. Þarna þarf almennt ekki að panta tíma heldur bara mæta á staðinn. Leiðarlýsing : Beygja til vinstri inn á Buffalo Road og strax aftur til hægri á 69 St (Erie Road), keyra ca 1.5 mílur og beygja til vinstri inn á síðustu hliðargötu áður en komið er að 41. Keyra ca 1 mílu að golfvelli

Við bendum einnig á Palmetto Pines (s. 941 776 1375) en þar eru tveir mjög ódýrir golfvellir sem eru ekki í flottasta klassanum en mjög fínir til að labba öðru hverju (líka hægt að leigja bíla). Annar er um 4600 yardar og hinn um 5400 yardar.Þeir eru alveg upplagðir fyrir æfingahringi eða fyrir þá sem styttra eru komnir í golfinu. Þarna þarf ekki að panta tíma heldur bara mæta á staðinn.
Leiðarlýsing :  Beygja til hægri inn á Buffalo Road og síðan til hægri til Parrish, fara gegnum Parrish (smábær), en rétt áður en komið er í gegn þá er vegur til vinstri sem heitir Haken Road, taka hann niður á Golf Course Road sem tekur ykkur inn á Palmetto Pines. Þetta eru hálfgerðir sveitavegir og bara gaman að keyra þarna. Þetta er ca 10-12 mín keyrsla frá Crystal Lakes.

Allir þessir vellir og enn fleiri eru í  Golfer´s Guide bókinni sem er húsinu hjá okkur.

Við bendum einnig á Palm View Hills sem er reyndar ekki í flottasta klassanum, en er mjög ódýr og góður fyrir þá sem styttra eru komnir í golfi eða  bara ti að labba léttan æfingarhring. Hann er frekar stuttur ca 4000 jardar

Þarna þarf almennt ekki að panta tíma heldur bara mæta á staðinn

Leiðarlýsing :  Beygja til vinstri inn á Buffalo Road og strax aftur til hægri á 69 St (Erie Road), heyra ca 1.5 mílur og beygja til vinstri inn á síðustu hliðargötu áður en komið er að 41. Keyra ca 1 mílu að golfvelli

Þetta er ca 10-12 mín keyrsla frá Crystal Lakes.