Skilmálar
Greiðslufyrirkomulag og staðfestingargjald
Við bókun þarf að greiða staðfestingargjald sem er 30% af heildarleigukostnaði en þó aldrei lægra en USD 600. Bókun skal að fullu greidd fjórum vikum fyrir upphaf leigu.
Afbókanir
Hafi bókun ekki verið að fullu greidd innan tilskilins tíma áskiljum við okkur rétt til að fella bókun niður og leigja húsið öðrum án endurgreiðslu staðfestingargjalds. Staðfestingagjald er endurgreitt ef afpantað er meira en 6 vikum fyrir áætlaðan brottfaradag.
Reykingar og gæludýr
Reykingar eru alfarið bannaðar inni í húsinu og ekki er heimilt að vera með gæludýr þar.
Ábyrgðarskilmálar
Ekki er tekin ábyrgð á “Force Majure” svo sem stríð, hryðjuverk, uppþot, seinkanir á flugi, slæmu veðri, eldsvoðum, flóðum eða öðru því sem fellur jafnan undir Force Majure. Ekki er tekin ábyrgð á slysum né þjófnaði sem kunna að verða í eða við húsið. Notkun á heitum potti er alfarið á ábyrgð leigjenda.