Veitingastaðir
Í nágrenni við Prime Outlets eru nokkrir veitingastaðir s.s. Ruby Tuesdays, Applebees og Chilis Í öllum verslunarkjörnunum er yfirleitt fullt af veitingastöðum.
Í nágrenni við Crystal Lakes er t.d. gaman að prófa CRAP TRAP og Oyster Bar sem eru ágætir veitingastaðir. Leið: Beygt til vinstri á Buffao Road og strax aftur til hægri á 69 St E eftir ca 1/ 2 mílu (fyrstu ljós) á að beygja til vinstri inn á Ellenton/Gillette og eftir ca 2 – 3 mílur til vinstri inn á Memphis Road (rétt áður en komið er að 301). Keyra Memhis ca 1 mílu og Crab Trap er á hægri hönd en Oyster Bar aðeins lengra. Þetta er bara 5 – 6 mín keyrsla frá Crystal Lakes.
Fyrir þá sem hafa gaman af þá er líflegur og skemmmtilegur útibar (og veitingastaður) við sjóinn rétt fyrir neðan Prime Outlets, sem heitir Woody´s River Roo. Keyrt er niður fyrir Walgreens , tekin hægri beygja og keyrt út á enda. Þar er yfirleitt lifandi músík á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudagseftirmiðdögum og kvöldum.
Flottir veitingastaðir eru t.d. við sjóinn á Riviera Dunes í Ellenton (m.a. Mangrove Grill), en þangað er farið niður 41/301 South og beygt inn á Haben Rd. Þetta er rétt áður en komið er á brúna yfir til Bradenton. Þangað er ca 10-12 mín akstur
Á St Pete Beach er auðvitað fullt af veitingastöðum, ásamt því að vera flott strönd. Þangað er ca 20-25 mín akstur. Leið: Til hægri á Buffalo Road, og til vinstri niðri á vegi, taka 75 South/Naples, sem tekur ykkur strax inn á St Petersburg afleggjarann, farið yfir stóru brúna (Sunshine Skyway) og fylgið St Pete Beach merkinu ( exit 17 ) sem kemur fljótlega (til vinstri) sem tekur ykkur inn á ströndina