Verslanir

Stutt er í Prime Outlets (of Ellenton) með um 200 verslunum sem selja allskonar varning svo sem fatnað, snyrtivöru, eldhúsáhöld,íþróttavörur, ferðatöskur,hljómflutnigstæki og mart fleira: paradís konunnar. Einng er stutt í aðrar verslanir sem selja allskonar nauðsynjavörur :  Publix (matvara)  K Mart (ýmislegt), Walgreens ( apótek ), Vínbúð ofl.

Leið:  Beygt til vinstri á Buffalo Road og aftur beygt til vinstri á 69th street. Keyrt eftir 69th Street þar til komið er að járnbrautarteinunum en þá er beygt til hægri og ekið niður á 301 og þar beygt til hægri Ekið eftir 301 West ca 4-5 mílur og þá eru Outletin og K-mart á hægri hönd..

ATM vélar eru m.a. í Prime Outlets og í K Mart ofl stöðum.

De Soto Mall er stórt moll  í Bradenton, en þar í kring – aðallega á Cortez Road – er líka fullt af öðrum verslunum, s.s. Best Buy, Circuit City (ýmis tæki ofl í báðum. ), Sport og Golfbúðir, Lowes, Home Depot, Target ofl, ofl
Leið í Mollið og nágrenni.: Beygt til vinstri á Buffalo Road og  til hægri á 69 St E .  Keyra sem leið liggur (ca 2 mílur) út á 41 South (vinstri beygja) og fylgja þeim vegi alla leið niður að Cortez Road (ca 18-20 mín) en þar við er De Soto Mollið.
ATH.   Á einum stað (rétt áður en komið er að stórum hvítum vatnstanki og áður en farið er yfir brúna til Bradenton) skiptist 41  í 301/41 og 41 Bus(iness). Ef farið er  41 South þá er mollið strax hægra megin þegar komið er niður á Cortez (heitir líka 41 þar áfram og skilti á Beaches) ef farið er 41 Business þá er beygt til vinstri á Cortez og keyrt ca 1/2 – 1 míla að De Soto mollinu.

Á horninu á 69 St E og 41 South ( 3 mín frá húsinu …á leiðinni í Mollið..) er bensínstöð og nokkrar smábúðir  og 1-2 mílum sunnar er 7/11 búð og aðeins lengra er Mini K mart

Í Sarasota er auðvitað mikið af verslunum og allir ættu að heimsækja a.m.k. einu sinni  St Armands Circle, en þar eru skemmtilegar verslanir, veitingastaðir ofl

Í Tampa eru nokkur glæsileg moll s.s. International Plaza.  Þangað er 20 – 30 mín akstur